Er óskastjórnin óbreytt ástand?

Er óskastjórnin óbreytt ástand?

Það hefur verið kallað eftir stöðugleika. Ég hef ekkert út á það orð að setja. Það felur í sér öryggi og jafnvel nokkuð fyrirsjáanlega framtíð, gott ef ekki dejlighed eins og danskurinn myndi kalla það. En stöðugleika fyrir hverja? Efnafólk? Þá sem leigja auðævin okkar fyrir spottprís? Ellegar þá sem geta eignast sitt í krafti leyndar og lygi? Það má ekki vera. Það er örugglega liðin tíð á Íslandi. Eða hvað? Ákall forystu gamalla valdaflokka, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um breiða sáttastjórn í samfélaginu, sem út af fyrir sig er í lagi, getur ekki verið ósk um óbreytt ástand. Eða er svo?

Nýjast