Að treysta ekki lengur móðurmáli sínu

Að treysta ekki lengur móðurmáli sínu

Ánægjulegt er að sjá og heyra nokkur íslensk fyrirtæki tjá sig á íslensku við viðskiptavini sína í dag, en þar á meðal eru vandaðar verslanir á borð við Ikea og Fjallakofann sem sjá enga ástæðu til að yfirgefa íslenskuna í tilefni dagsins. Sú fyrrnefnda segist einfaldlega ekki gera upp á milli föstudaga! Sú síðarnefnda leikur sér að litríki orðanna.

Svona kaupmenn eru kinnroðalausir. Og fleirum er vert að hrósa; apótekararnir í Lyfju sækja málið heldur ekki yfir hafið; tala og skrifa hreina og klára íslensku - og skiljast fyrir vikið fullkomnlega. Miðborgin okkar hittir hér líka naglann á höfuðið - og segir í tilefni dagsins; föstudagur til fjár. Hvað er einmitt ylhýrara en svona eftirminnilegt orðtak?

Flestir íslenskir verslunarmenn sem birta auglýsingar sínar í fjölmiðlum dagsins treysta aftur á móti ekki lengur móðurmáli sínu til að laða viðskiptavinina til sín. Ástæðan er eiginlega jafn óskiljanleg og auglýsingarnar þeirra, margar hverjar, eru óskýrar og asnalegar, svo töluð sé hrein og klár íslenska. Þeir eru minnipokamenn í sínum menningarheimi.   

Nýjast