Vinstrimenn fagna Davíð í borgarmálin en Bjarna er ekki skemmt

Vinstrimenn fagna Davíð í borgarmálin en Bjarna er ekki skemmt

Svartstakkarnir kringum Davíð Oddsson eru að freista þess að fá viðbrögð við þeirri hugmynd að hann reyni næst við efsta sætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna í vor.
 
Mörgum finnst ljótt að spila svona með gamla manninn sem verður sjötugur þann 17. janúar nk. Ætla mætti að niðurlæging hans sé næg vegna þess afhroðs sem framboð hans galt í forsetakosningum vorið 2016 en þá hlaut Davíð einungis stuðning 13% kjósenda og hafnaði í fjórða sæti eins og allir hljóta að muna.
 
Vandræði Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur eru átakanleg. Enginn fæst til að bjóða sig fram til að leiða lista flokksins nema Halldór Halldórsson.
Þá er hugmynd um að endurræsa Davíð fleytt til að mæla viðbrögðin.
 
Ljóst er að vinstri menn ráða sér ekki fyrir kæti út af þessu. Bjóði Davíð sig fram mun flokkurinn í Reykjavík loga í illdeilum. Fari svo að hann vinni, þá má ætla að framboð flokksins yrði í besta falli skrípaleikur en í versta falli hreinn harmleikur.
 
Bjarna Benediktssyni er ekki skemmt. Hann hefur engan áhuga á brölti svartstakkanna innan flokksins. Hann veit einnig um stöðu Davíðs meðal kjósenda eftir þá mælingu sem hann fékk í forsetakosningunum. Þrettán prósent á landsvísu. Þar á meðal í Reykjavík. Halldór landaði þó 26% síðast.
 
Til að bregða fæti fyrir vitleysuna er Bjarni tilbúinn að fórna aðstoðarmanni sínum í borgarmálin.
 
En hver segir að Svanhildur Hólm kæri sig um það?
 
Og hver segir að Svanhildur Hólm mundi laða fylgi að flokknum?
 
Rtá.

 

Nýjast