Togstreita í VG milli Svandísar og Katrínar formanns

Togstreita í VG milli Svandísar og Katrínar formanns

 Þeir sem þekkja vel til í Vinstri grænum segja að þar kraumi heldur betur undir yfirborðinu. Það styttist í mikilvæga fundi þar sem gert er ráð fyrir átökum milli arma í flokknum . Búast má við uppgjöri um meginstefnur flokksins. Margir flokksmenn þjást vegna samstarfsins við Sjálfstæðisflokkinn en aðrir láta það gott heita vegna löngunar í völd. Samkvæmt skoðanakönnunum Gallups hefur flokkurinn misst meira en þriðja hvern kjósanda sinn frá því í kosningunum í fyrrahaust. Undan því svíður.

 

Aðalfundur VG í Reykjavík verður haldinn þann 29. september. Flokksráð kemur svo saman dagana 12. og 13. október. Í aðdraganda þessara funda eru nú tveir armar VG í reiptogi á vef flokksins. Þar er um að ræða unhverfisarminn sem styður Katrínu og hins vegar verlferðararminn sem lítur á Svandísi Svavarsdóttur sem leiðtoga sinn sem eigi að taka við flokknum sem fyrst.

 

Katrín lét drífa í að kynna svonefnda loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar í byrjun vikunnar. Ljóst er að þeirri áætlun hefur verið rikkað upp í miklum flýti til að auðvelda Katrínu að hafa sviðið og tala inn í umhverfisarm VG með þóknanlegum hætti. Svo kom fjárlagafrumvarpið fram í gær. Þá kemur á daginn að ekki verður staðið við helstu kosningaloforð VG á sviði velferðarmála. Heilbrigðiskerfið verður áfram í hálfgerðu svelti og það er Svandís sem mun þurfa að svara fyrir það. 

 

Með þeirri stefnu er því jafnvel haldið fram að þannig sé vísvitandi verið að leiða Svandísi á pólitískan höggstokk. Laukur flokkseigenda í Alþýðubandalaginu og VG er í bráðri hættu.

 

Rtá.

Nýjast