SUS-átökin: Ellefu Pólverjar með lögheimili hjá oddvita flokksins

SUS-átökin: Ellefu Pólverjar með lögheimili hjá oddvita flokksins

 Átök stuttbuxnaliðsins í Sjálfstæðisflokknum eru hatrammari en áður hefur sést. Klögumál ganga á víxl, m. a. um að fólk flytji lögheimili sín milli sveitarfélaga til að fá atkvæðisrétt á þingi SUS sem fer fram nú um helgina.
 
Þannig voru ellefu Pólverjar allt í einu komnir með lögheimili heima hjá oddvita eins sveitarfélags í nágrenni Reykjavíkur en sonur oddvitans er formaður félags ungra Sjálfstæðismanna í bænum. Hann er mikill stuðningsmaður Ingvars. Þessi fjölskylda er öll í fótgönguliði Bjarna Ben og flokkseigenda sem eru mjög uggandi vegna formannskosninganna í SUS.
 
Sandkassaslagur alla helgina - til skemmtunar fyrir flesta aðra en Sjálfstæðismenn!
 
Rtá.

Nýjast