Ríkisstjórninni þykir vænna um sauðfé en fólk

Ríkisstjórninni þykir vænna um sauðfé en fólk

Nú ætlar Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra að “hraða” endurskoðun búvörulaganna.

Á mannamáli þýðir það að ríkisstjórnin ætlar að auka fjáraustur úr ríkissjóði í landbúnaðarsukkið. Hún lætur ekki endurskoða þessi lög með hagsmuni neytenda og skattgreiðenda að leiðarljósi. Nei, nú ætlar ríkisstjórnin að hraða því að enn meiri styrkjum verði mokað í þessa atvinnugrein.

Fyrir síðustu kosningar var hinum verst settu í þjóðfélaginu heitið stuðningi strax. Það var svikið því ekki var talinn nægur tími til að koma lagabreytingum í gegnum þingið fyrir jól.

En ríkisstjórnin fann tíma til að ráðstafa 600 milljónum króna í sauðfjárbúskap sem er atvinnugrein sem skilar tapi. Sumir virðast halda að tapið sé ríkisstjórninni að kenn!

Þessi ríkisstjórn er tilbúin að svíkja fólk. En henni þykir vænt um sauðfé.

Rtá.

Nýjast