Næsti útvarpsstjóri verður kona. Ólína, Siv, Eygló eða Ingibjörg Sólrún?

Næsti útvarpsstjóri verður kona. Ólína, Siv, Eygló eða Ingibjörg Sólrún?

Eftir að Lilja Alfreðsdóttir hefur skipað tvo hæfa karlmenn í stöðu þjóðleikhússtjóra annars vegar og ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytis hins vegar, hlýtur hún að velja konu sem útvarpsstjóra.

En hvaða konu velur Lilja?

Tveir fyrrverandi ráðherrar Framsóknar gætu komið til greina; Siv Friðleifsdóttir og Eygló Harðardóttir.

Fari hún í hrossakaup við Sjálfstæðisflokkinn mætti velta fyrir sér Unni Brá Konráðsdóttur eða Sigríði Andersen sem flokkurinn hlýtur að vilja út úr stjórnmálum. Einhver nefndi í gríni Svanhildi Hólm Valsdóttur Bergmann enda er hún fyrrverandi sjónvarpsþula. 

Fari svo að Lilja láti hæfileika ráða en ekki pólitík þá hlyti Dr. Ólína Þorvarðardóttir að verða fyrir valinu eða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

Nýjast