Lítið leggst fyrir kappann Elliða

Lítið leggst fyrir kappann Elliða

Elliði Vignisson sem felldur var af stalli sem bæjarstjóri í Vestmannaeyjum ætlar að gera sér að góðu lítið starf sveitarstjóra Ölfuss. Um er að ræða 
lítið samfélag sem telur nokkur hundruð íbúa.

Elliði gegndi bæjarstjórastarfinu í Eyjum samtals í 12 ár. Hann fór vel af stað en fylltist svo hroka sem varð honum að falli. Elliði varð einráðir, frekur og montinn þannig að á endanum vildu nógu margir fella hann úr embætti bæjarstjóra.

Það fór fyrir Elliða eins og fleirum sem fá mikla athygli. Hann tók sjálfan sig í guðatölu, fór að tala niður til fólks og gleymdi því að það er lýðræði í landinu. Einnig í Eyjum!

Bestu eftirmælin sem unnt er að finna um Elliða eru þessi: Dramb er falli næst.

Nú er spurning hvort hann hefur lært eitthvað af þessu. Víst er að sveitarstjórn Ölfuss tekur áhættu að ráða hann til starfa í þetta litla og brothætta sveitarfélag.

Rtá.

Nýjast