Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson hljóta að ganga í Sjálfstæðisflokkinn

Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson hljóta að ganga í Sjálfstæðisflokkinn

Líkur sækir líkan heim segir máltækið. Ólafur Ísleifsson var virkur í Sjálfstæðisflokknum á sínum tíma, var hafnað í prófkjöri og fór þá í sjálfskipaða fýlu. Karl Gauti er heldur ekki langt frá flokknum. Nú eru þessir menn veglausir og brottreknir úr Flokki fólksins. Þá vantar athvart og pólitískt skjól. Sjálfstæðisflokkinn vantar þingmenn. Þingflokkurinn telur nú einungis 16 menn og hefur aldrei verið fámennari og rýrari.

 

Svo má velta því fyrir sér hvort þeir Ólafur og Karl muni styrkja hópinn þó þeir hafi sýnt dómgreindarleysi á barnum. En varla munu þeir auka á vinsældir Sjálfstæðisflokksins verði þeir teknir inn.

 

En hvað skal gera? Sjálfstæðisflokkinn vantar fólk og Ólaf og Karl Gauta vantar skjól.

 

Neyðin kennir nakinni konu að spinna.

 

Rtá.

Nýjast