Hannesarharmurinn heldur áfram

Hannesarharmurinn heldur áfram

Skrípaleikurinn vegna svonefndrar “skýrslu” Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um hrunið heldur áfram.

Skömmu eftir að Bjarni Benediktsson tók við embætti fjármálaráðherra í fyrra skiptið var hann píndur til þess að láta Hannes Hólmstein hafa 10 milljónir króna út ríkissjóði til að skrifa um hrunið. Eins og það vantaði meiri skrif um hrunið!

Verkefnið var látið fara í gegnum Félagsvísindastofnun HÍ. Með því átti að reyna að láta það fá eitthvert faglegt yfirbragð þó allir viti að Hannesi er fyrirmunað að fjalla faglega um pólitísk álitamál. Það hefur hann sýnt margsinnis.

Niðurstöðum sínum átti Hannes að skila árið 2015, samkvæmt því sem fram kemur í Fréttablaðinu um helgina. Enn er boðuð frestun þó verkefnið sé heilum þremur árum á eftir áætlun. Þvílíkt sleifarlag!

Trúlega er samt enginn að reka á eftir því ekki þarf að búast við neinu mikilvægu eða merkilegu í þessari “skýrslu”.

Það eina sem er merkilegt við þetta mál er að fjármunum ríkissjóðs sé sóað með þessum hætti.

Það er Bjarna Benediktssyni ekki til vegsauka.

Rtá.

Nýjast