Framferði Svanhildar Nönnu og Guðmundar rannsakað sem sakamál

Framferði Svanhildar Nönnu og Guðmundar rannsakað sem sakamál

Embætti héraðssaksóknara rannsakar kaup Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur og Guðmundar Þórðarsonar á Skeljungi sem sakamál. Handtökur og húsleit eru ekkert gamanmál þó enginn verði dæmdur fyrirfram. Rétt er að hlusta á andsvör þeirra fyrst.

 

Það breytir ekki hinu að árum saman hafa menn furðað sig á vinnubrögðum þeirra og Einars Arnar Ólafssonar þegar Íslandsbanki seldi hlutabréfin í Skeljungi árið 2008. Einar Örn var þá yfirmaður hjá bankanum, sá um þessi viðskipti af hálfu bankans og tók skömmu síðar við stöðu forstjóra Skeljungs.

 

Vegna yfirstandandi rannsóknar vék Svanhildur Nanna úr embætti formanns VÍS en situr þó enn í stjórninni. Það vekur furðu. Hún hlýtur að þurfa að víkja alveg úr stjórn VÍS, rétt eins og eðlilegt er að Guðmundur Þórðarson ætti einnig að gera en hann er varaformaður Kviku banka. Þá er Einar Örn Ólafsson stjórnarmaður í TM og ætti einnig að víkja úr þeirri stjórn vegna rannsóknarinnar. FME hlýtur að krefjast þess vegna þeirra allra. Annað væri óskiljanlegt.

 

Þau hjón hafa gert sig gildandi í fjárfestingum og stundum komið fram með yfirgangi og jafnvel hroka. Um það var fjallað hér þann 17. maí í fyrra.

Sjá meðf.:

 

          http://www.hringbraut.is/frettir/hortug-litil-stulka-hja-vis

 

 

Þessi skrif voru gagnrýnd heiftarlega á vefmiðlum með ýmsum ljótum orðum sem höfundur lætur sér í léttu rúmi liggja.

 

Vissulega var talað tæpitungulaust. En dæmi nú hver fyrir sig í ljósi nýjustu frétta af rannsókn héraðssaksóknara með tilheyrandi húsleitum og handtökum.

 

Rtá.

Nýjast