Hótanir Ragnars Þórs eru fellibylur í fingurbjörg

Hótanir Ragnars Þórs eru fellibylur í fingurbjörg

 Nýr formaður VR kemur nú fram í fjölmilum og hótar ýmsu í allar áttir.

 

Skipta orð hans miklu  máli?

 

Sennilega ekki. Ætla má að formaður stærsta launþegafélags landsins sé tekinn alvarlega. En það er alls ekki víst í þessu tilviki. Ragnar Þór hefur haldið fram sömu röngu ásökunum á hendur forystu verkalýðshreyfingarinnar um árabil. Sama gildir um lífeyrissjóðina og oft á tíðum samfélagið allt.

 

Ástæða þess að Ragnar var kjörinn formaður VR er einfaldlega sú að fyrrverandi formaður sofnaði á verðinum. Ólafía Rafnsdóttir ofmetnaðist vegna formennsku sinnar og gleymdi sér. Hún lét hækka laun sín um 45% á tveimur árum á meðan hún samdi um 10% launahækkun fyrir VR- fólkið. Hún rétti vopnin upp í hendur Rangars Þórs sem er að flestra mati fullkomlega óhæfur til að gegna forystuhlutverki.

 

Um leið og Ragnar hafði fellt Ólafíu, þá gaf hann út margháttaðar yfirlýsingar sem koma embætti VR-formanns ekkert við. Hann tilkynnti um lækkun vaxta, afnám verðtryggingar og afsögn forystu ASÍ – sem var alls ekki í framboði í VR kosningunum sem Rangar vann.

 

Það sem skiptir samt mestu  máli er að stjórn VR er ekki á bak við nýkjörinn formann og stóryrtar yfirlýsingar hans. Hermt er að hann njóti einungis stuðnings 30% stjórnar VR sem skipuð er 15 fulltrúum. Hinir eru meira á bandi Ólafíu Rafnadóttur sem sofnaði á verðinum. Hún mun þegar hafa byrjað undirbúning sig undir að bjóða sig fram gegn Ragnari, svo fremi að hann segi ekki af sér, verði hann undir í stjórn sinni. Það er reyndar frekar lílegt.

 

Ólafía verður alla vega tilbúin fyrir næstu kosningar i VR. Um rágjöf getur hún alltaf leitað til gamalla samherja eins og t.d. Ólafs Ragnars Grímssonar.

 

Ragnar Þór hefur haft  í hótunum við forseta ASÍ og ýmsa aðra. Hótanir hans skipta engu máli því hann hefur ekkert bakland.

 

Hótanir Rangars Þórs Ingóflssonar eru fellibylur í fingurbjörg.

 

Nýjast