Guðjón stefnir ríkinu til greiðslu bóta - Krefst hann milljarðs króna?

Guðjón stefnir ríkinu til greiðslu bóta - Krefst hann milljarðs króna?

Guðjón Skarphéðinsson / Mynd: BBC
Guðjón Skarphéðinsson / Mynd: BBC

Guðjón Skarphéðinsson, einn fimmmenninganna sem Hæstiréttur sýknaði í vor í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, hefur stefnt ríkinu til greiðslu bóta vegna málsins. Í lok maí var greint frá því að Guðjón hafi ekki náð samkomulagi við sáttanefnd stjórnvalda um bætur.

Í samtali við RÚV staðfestir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns, að búið sé að stefna ríkinu. Stefnan var þingfest í lok júní.

Aðspurður vildi Ragnar ekki svara því til hve há bótafjárhæðin væri. Hann lét þó hafa eftir sér í Silfrinu á RÚV þann 12. maí að hann ætlaði að krefjast miskabóta upp á rúman milljarð króna fyrir Guðjón. Upphæðirnar sem sáttanefnd stjórnvalda var að velta upp, án þess þó að leggja fram formlegt tilboð, voru á bilinu 120 til 150 milljónir króna.

Nýjast