Fréttir

Guðmundur Ingi kjörinn varaformaður VG - Katrín aftur kjörin formaður

Á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs sem haldinn er á Grand hóteli um helgina var í dag kjörin ný stjórn flokksins. Alls barst 21 framboð í stjórn en hún er skipuð ellefu aðalmönnum og fjórum varamönnum.

Sjálfstæðisflokkurinn segir að borgaryfirvöld eigi ekki að koma fram við íbúa sína af tillitsleysi og hroka

„Reykjavík á að vera borg þar sem gott er að búa. Borgaryfirvöld eiga að þjóna íbúum sínum með góðri, vandaðri, gagnsærri- og heiðarlegri stjórnsýslu. Borgaryfirvöld eiga ekki að koma fram við íbúa sína af tillitsleysi og hroka.“

Krísa í Krýsuvík: Hvernig komst hann í þessa stöðu? Sagður stjórna eins og einræðisherra

Hver er Nonni lobó? Sat inni fyrir rán og smygl en sinnir nú sjúklingum með nánast engu reynslu né menntun – „Maðurinn var látinn, skilurðu“

Hann heitir Jón Kristján Jacobsen. Hann kallar sig Nonna lobó. Hann á dóma að baki fyrir smygl og rán en hefur síðan sjálfur sagt að hann vilji láta gott af sér leiða. Hann er með litla menntun og nánast enga reynslu en stýrir einni stærstu meðferðarstöð landsins þar sem okkar veikasta fólk sækist eftir aðstoð. Á árum áður var unnið mjög gott starf í Krýsuvík og þaðan eiga margir góðar minningar og þykir vænt um staðinn. Það er því eðlilegt að gamlir skjólstæðingar Krýsuvíkur verji staðinn þegar um hann er fjallað í fjölmiðlum og það sem nú er að gerast þar. Þegar þeir voru á svæðinu voru þarna ráðgjafar með mikla menntun. Nú er allt gjörbreytt og það er krísa í Krýsuvík. En hver er þessi maður sem er við stjórnvölinn í Krýsuvík. Hver er Nonni lobó? Og hvernig komst hann í þessa stöðu?

Mynd dagsins: Ben Stiller er aðdáandi Katrínar – Af hverju „lækar“ hann allt hjá Kötu?

Mynd dagsins er skjáskot af Twitter-síðu stórleikarans og Íslandsvinarins, Ben Stillers. Hann virðist vera mikill aðdáandi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. DV vekur athygli á því að leikarinn hafi líkað við þrjár færslur Katrínar í gær á Twitter en sú nýjasta fjallar um vegan-landsfund Vinstri grænna.

Laddi næstum látinn: „Ég horfði ofan í gljúfrið - Ég held ég hafi klárað flöskuna!“

Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, Laddi, greinir frá mikilli svaðilför sem hann lenti í á árum áður. Minnstu munaði að hann yrði ekki til frásagnar. Laddi opnaði sig um þetta erfiða augnablik í viðtali við Fréttablaðið í tilefni þess að stutt er í að tökur hefjast á nýjum ljúfsárum gamanþáttum, þar sem hann fer með aðalhlutverkið.

Jóhanna hraunar yfir Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn: Hafa svikið þjóðina – Lýðræðið fótum troðið

„Sunnudaginn 20. október n.k. eru sjö ár liðin frá því samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu tillögur stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá. Lýðræðislegt ferli var að baki með eitt þúsund manna þjóðfundi sem fjallaði um áherslur fyrir nýja stjórnarskrá og 25 manna stjórnlagaráði kosið af þjóðinni, hafði lagt fram sínar tillögur. Tilraun Hæstaréttar til að ógilda þá kosningu er hneyksli og blettur á réttarsögunni.“

Fréttir af öðrum miðlum: Fréttablaðið

Fálkanum er að fatast flugið: Við verðum að fella þessa ríkis­stjórn

Logi Einars­son, for­maður Sam­fylkingarinnar, sagði í ræðu sinni á flokk­stjórnar­fundi í Austur­bæ í morgun að flokkurinn verði að bjóða upp á skýra og trú­verðuga stefnu sem mæti á­skorunum sam­tímans. Þá sé hann viss um að flokkurinn fái um­boð til að leiða saman um­bóta­öfl í ríkis­stjórn eftir næstu kosningar.

Freyja reið þeim Magnúsi og Bryndísi: „Megi þau eiga sitt hatur og taka ábyrgð á því“ – Birtir skjáskotin

Baráttukonan Freyja Haraldsdóttir hefur lengi óskað eftir að fá að gerast fósturmóðir. Freyja hefur látið á sér kveða í ýmsum baráttumálum fyrir minnihlutahópa og hefur fólk verið duglegt að segja skoðun sína á henni. Margsinnis hefur fólk farið yfir strikið og haft sterka skoðun á hvað Freyja getur og hvað Freyja getur ekki. Freyja segist í mörg ár hafa setið undir hatri og nú vill hún skila skömminni og birtir skjáskot frá fólki sem telur að hún eigi ekki að fá að ala upp barn þrátt fyrir að fá alla þá aðstoð sem til þess þarf.

Ótrúleg atburðarás í Breiðholti: Svona tókst þéttvaxna lögregluþjóninum að handtaka hlaupagikkinn – Vitið vinnur meira en krafturinn

„Það var einu sinni á vormánuðum einhvern tímann á síðustu öld að þrír vaskir lögreglumenn voru við eftirlitsstörf í Breiðholti að kvöldlagi. Allt var með kyrrum kjörum í hverfinu þegar skyndilega var tilkynnt í talstöðinni að ölvaður ökumaður væri á ferð í borginni og nálgaðist Breiðholt óðfluga.“ Þannig hefst óborganleg frásögn sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti fyrr í dag á samskiptamiðlum. Við gefum lögreglunni orðið:

Hönnun

Múmín vetrarbollinn í ár skarta sínu fegursta með vandaðri og fágaðri hönnun

Biðin eftir nýjasta vetrarbollanum í Moomin línunni er senn á enda. Í ár kynnir Moomin vetrarbollan Crown Snow Load þar sem snjóþung grenitré eru í aðalhlutverki. Þetta er framhald af fyrri vetrarlínum Moomin sem sýnir vönduð vinnubrögð Tove Jansson. Hún notaði stuttar og skarpar línur til að túlka ljós og skugga í skammdeginu. Veturinn er túlkaður í myndskreytingunum eins og kemur fyrir þegar snjóþyngslin eru hvað mest og veturkonungur blæs og minnir á sig. Myndskreytingarnar eru byggðar á bók Tove Jansson Moominland Midwinter sem kom út árið 1957. Línan samanstendur af krús, skál, mini-krúsum og skeiðum.

Þorgerður um kjötlausan fund Katrínar: „Kaldhæðni, hugsunarleysi eða bara leiktjöld“

Súkkulaðiunnendur geta hlakkað til jólanna

Linda P: „Þú ættir að skammast þín. Ég ætla að láta þig gjalda fyrir“

Glórulítill gjörningur Eyþórs og Samherja: Svona fékk Eyþór Morgunblaðið - Líta út fyrir að vera sýndarviðskipti

Harma uppsagnirnar: „Áhyggjufull fyrir hönd okkar skjólstæðinga“

Leggja fram Grænan sáttmála fyrir Ísland

Lína Birgitta: „Ég man þegar stelpurnar nefndu þetta við mig varð mjög reið og í raun brjáluð“

Guðrún Ósk: Hræsnin sem fyllti kommentakerfi DV - „Með því að kaupa kjöt ertu að borga fyrir að dýr sé drepið á hrottalegan hátt í sláturhúsi“

Þegar kengúru var stolið í Hafnarfirði: „Þær eru fjórar. Það vantar eina. Hún er hjá okkur“

Margrét segir konu hafa beitt hana ofbeldi á Alþingi