Fréttir

Hommahatari fær stuðning frá Davíð í Morgunblaðinu á degi Gleðigöngunnar – „Það er auðvitað út í hött“

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er á leið til landsins í opinbera heimsókn. Hann verður á Íslandi þann 3. september næstkomandi. Pence er umdeildur og ítrekað komið fram að hann er á móti réttindum hinsegin fólks. Líkt og Nútíminn benti á nýverið hafa mörg ummæli hans ratað í fjölmiðla. Árið 2006 sagði hann að lög sem leyfi samkynhneigð hjónabönd séu dæmi um hrun samfélagsins en fleiri ummæli er að finna neðst í fréttinni.

Össur: „Arnar er minn maður og málið er dautt!“ – Er þetta lausnin á orkupakka 3? Sjáðu myndbandið

„Arnar Þór Jónsson, dómari, hefur birst sem þokkalega viti borin vera í röðum andstæðinga orkupakkaræfilsins. Hann sagði í morgun á fundi þingnefndar "engan ágreining um að ekki væri lögð skylda á aðildarríki að leggja sæstreng." Þá liggur það fyrir frá klárasta andstæðingi orkupakkaamlóðans. Um hvað eru menn þá að rífast? Arnar er minn maður og málið er dautt!“

„Sannleikurinn kemur þér langt en kærleikurinn alla leið!“ – Guðmundur í Brim og N1 styðja Þorgrím

„Öll erum við mismunandi, til allrar hamingju! Sumir hafa meiri skilning á Samfélagslegri ábyrgð en aðrir og þannig verður það alltaf. Ástæða þess að ég hef getað heimsótt alla grunnskóla á landinu á hverju einasta ári, í áratug, og flutt fyrirlesturinn Verum ástfangin af lífinu fyrir nemendur í 10. Bekk, stundum yngri nemendur, er sú að forstjórar eða yfirmenn ákveðinna fyrirtækja sýna samfélagslega ábyrgð.“

Benedikt Jóhannesson skrifar:

Skömmtunarstjóri ríkissins snýr aftur

Borgarstjórinn í Reykjavík brást á sínum tíma við með eftirminnilegum hætti þegar kona ætlaði í hungurverkfall vegna þess að henni líkaði ekki afgreiðsla í lóðamáli. „Maður skiptir sér ekki af því með hvaða hætti fólk nærist í landinu. Það er ekki okkar mál.“

Mynd dagsins: Ritstjóri Viljans reisir bænahús – „Mikilvægt að tala opinskátt um trúna“

Mynd dagsins er að finna á vef Fréttablaðsins. Það er af litlu bænahúsi sem Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans hefur reist á jörðinni Másstöðum sem er undir Akrafjalli. Þar hefur Björn Ingi ásamt foreldrum sínum ræktað jörðina og gert að griðastað fjölskyldunnar.

Bjarni gaf áttavilltri konu far og gjöf árið 2003: 16 árum síðar barst honum óvænt bréf

„Snemma í sumar fékk ég bréf frá konu sem býr í Barcelona á Spáni. Hún sagðist vilja þakka mér fyrir það þegar ég samþykkti að gefa henni, ferðalang með bakpoka, nýlentri og dálítið áttavilltri, far í bæinn.“

Hverfisgatan opnuð í áföngum: Opið fyrir gangandi á Menningarnótt

Endurgerð Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs hefur tafist en gert er ráð fyrir að hleypa bílaumferð á götuna eftir miðjan september í stað lok ágústmánaðar. Til að byrja með verður það í aðra áttina og jafnframt verður opnað fyrir bílaumferð um gatnamót Hverfisgötu og Ingólfsstrætis. Áfram verður unnið við gangstéttar og ýmsan frágang en vel merktar gönguleiðir verða jafnframt tryggðar á meðan framkvæmdum stendur.

Oddný: „Viðbjóður, græðgi, valdahroki í það minnsta“

„Trump vill kaupa Grænland! Með mönnum og mús. Hvers konar hugsun er í höfðinu á þessum valdamikla manni? Heldur hann að sjálfstjórnarríki gangi kaupum og sölum? Ætlar hann að senda kauptilboð til Dana? Græðgin magnast þegar að jöklar bráðna og auðlindir Grænlands verða aðgengilegar.“

Skipan Sigríðar á dómurum við Landsrétt hefur kostað ríkið tugi milljóna

Heildarkostnaður sem íslenska ríkið hefur þegar greitt vegna skipunar dómara við Landsrétt er 23.396.931 krónur. Til viðbótar er ógreiddur dæmdur málskostnaður og bætur fyrir íslenskum dómstólum að upphæð 7.500.000 kr. þar sem umrædd mál sæta áfrýjun. Þá er ógreiddur dæmdur málskostnaður fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, rúmar tvær milljónir króna, þar sem óskað hefur verið eftir því að yfirdeild taki málið til endurskoðunar.

Með hjarta úr gulli - Dóttir Þórönnu grét af gleði: Sjáðu myndbandið - „Aldrei á ævi minni fundið fyrir jafn miklu þakklæti“

Þóranna Friðgeirsdóttir greindi frá því að hjóli dóttur hennar hefði verið stolið. Var dóttir Þórönnu niðurbrotin þegar í ljós kom að ósvífinn einstaklingur hafði brotið upp lás á viku gömlu hjóli og stolið því.

Aðgerðum sem miða að fjölgun kennara vel tekið - Umsóknum um kennaranám fjölgað um 200

Bubbi brjálaður og lætur Hjalta heyra það: „Sú saga gengur ljósum logum að hann sé að hefna sín“

Þórarinn: „Mikið óskaplega hlýtur þeim að líða illa á sálinni“

Dómsmálaráðuneytið vísar kæru Vigdísar frá – Segir Dag sitja uppi með illa fengin völd

„Þótt ég syrgi Gísla bróður minn óskaplega mikið er Gunnar líka bróðir minn og ég get ekki hatað hann fyrir þetta slys“

Vill RÚV af auglýsingamarkaði

Segja um 600 hreindýrakálfa hafa farist úr hungri og vosbúð síðasta vetur

Sumarið er ekki búið: Svona verða síðustu dagar ágústmánaðar

Íslenski flugdólgurinn er fyrrverandi landsliðsþjálfari: „Ég vil bara fá súpu“

Vilhjálmur reiður: Ekki boðlegt að bjóða Íslendingum uppá þessa vitleysu lengur