Fréttir

Seðlabankinn lækkar stýrivexti enn frekar

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75 prósent. Fyrir mánuði síðan lækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 0,5 prósent, þegar vextir fóru niður í 4 prósent.

Johnson algjörlega óhæfur til að verða forsætisráðherra

„Sir Max Hastings, einn virtasti blaðamaður Bretlands, fyrrverandi ritstjóri The Daily Telegraph og The Evening Standard, skrifar óvenjulega harkalega grein um forsætisráðherraefnið Boris Johnson. Hastings er líka sagnfræðingur og hefur skrifað fjölda bóka, aðallega um heimsstyrjöldina síðari og fleiri styrjaldarátök á 20. öld.“ Á þessum orðum hefst pistill Egils Helgasonar á DV.is í dag.

Samtök verslunar og þjónustu segja skort á innlendum lambahryggjum vera staðreynd

Samtök verslunar og þjónustu hafa sent ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara erindi vegna framboðsskorts á innlendum lambahryggjum sem þegar hefur komið fram hjá aðildarfyrirtækjum samtakanna. Í erindinu skora samtökin á ráðgjafarnefndina að framkvæma hið fyrsta lögbundið framboðsmat sem er nauðsynlegt til að úr því fáist skorið hvort sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sé orðið skylt að úthluta tollkvóta vegna innflutnings lambahryggja sem annars bera mjög háa tolla.

Hanna Björk Þrastardóttir er gestur í 21 í kvöld:

Móðir Jóns Þrastar segir fjölskylduna kannski aldrei fá svör: „Það er það sem er svo erfitt“

Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar Jónssonar síðan hann hvarf sporlaust í Dyflinni á Írlandi þann 9. febrúar síðastliðinn. Fjölskylda hans hefur leitað hátt og lágt á svæðinu án árangurs í að verða fimm mánuði. Móðir Jóns Þrastar, Hanna Björk Þrastardóttir, lét á dögunum hafa eftir að sér að hún teldi að hann hefði fallið fyrir eigin hendi. Hún er gestur Sigmundar Ernis í sérstakri útgáfu af frétta- og umræðuþættinum 21 á Hringbraut í kvöld. Þátturinn hefst klukkan 21:00.

Fjármálaeftirlitsins að dæma hvort aðgerðir hafi verið ólögmætar

Í Kastljósi á RÚV í gærkvöldi sagði Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, að það sé Fjármálaeftirlitsins að dæma hvort ákvörðun VR um að afturkalla umboð fjögurra stjórnarmanna í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, eftir að sjóðurinn ákvað að hækka vexti á lánum til sjóðfélaga, hafi verið ólögmæt. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði að um geðþóttaákvörðun stjórnarmanna LV hafi verið að ræða.

Leiksvæði í Grafarvogi og Vesturbæ endurnýjuð: Kostnaður áætlaður 120 milljónir króna

Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna sex opinna leiksvæða í Grafarvogi og Vesturbæ. Um er að ræða endurgerð leiksvæða við Berjarima, Flétturima, Hrísrima, Frostaskjól, Granaskjól og Öldugötu.

Samtök iðnaðarins mótmæla sykurskattinum: Fráleitt að taka aftur upp vörugjöld á matvæli

Samtök iðnaðarins mótmæla tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna.

Móðir Jóns Þrastar Jónssonar er gestur í 21 í kvöld:

Hanna Björk sannfærð um að Jón Þröstur hafi fyrirfarið sér: „Ég tala um hann í nútíð og ég tala líka um hann eins og hann sé farinn“

Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar Jónssonar síðan hann hvarf sporlaust í Dyflinni á Írlandi þann 9. febrúar síðastliðinn. Fjölskylda hans hefur leitað hátt og lágt á svæðinu án árangurs í að verða fimm mánuði. Móðir Jóns Þrastar, Hanna Björk Þrastardóttir, lét á dögunum hafa eftir að sér að hún teldi að hann hefði fallið fyrir eigin hendi. Hún er gestur Sigmundar Ernis í sérstakri útgáfu af frétta- og umræðuþættinum 21 á Hringbraut í kvöld. Þátturinn hefst klukkan 21:00.

Vallarlýsing endurnýjuð hjá Leikni og Þrótti - Kostnaður áætlaður 60 milljónir króna

Vallarlýsing við gervigrasvelli Þróttar í Laugardal og Leiknis við Austurberg verður endurnýjuð í sumar. Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út kaup á búnaði og tilheyrandi framkvæmdir vegna endurnýjunar á vallarlýsingu við gervigrasvelli Þróttar í Laugardal og Leiknis við Austurberg í Breiðholti.

Íslandspóstur segir upp framkvæmdastjórum og flytur höfuðstöðvar sínar í sparnaðarskyni

Forstjóri Íslandspósts, Birgir Jónsson, tilkynnti starfsfólki á starfsmannafundi í höfuðstöðvum fyrirtækisins, í dag um viðamiklar breytingar sem fram undan eru hjá fyrirtækinu og hafa verið samþykktar af stjórn fyrirtækisins. Megin tilgangur breytinganna er að setja þjónustu Íslandspósts í forgang og þá sérstaklega stafræna þjónustu, að viðskiptavinir geti sjálfir ákveðið með hvaða hætti þeir nýti þjónustu Póstsins. Samhliða þessum breytingum verður fækkun í framkvæmdastjórn. Framkvæmdastjórar voru fimm en verða þrír.

Ómótstæðilegu grilluðu smáréttirnir hennar Hrefnu Rósu Sætran

Rúmlega þúsund kröfur bárust vegna Gaman ferða

Hitabylgja í Evrópu – Landlæknir mælir með því að halda áfengisneyslu í lágmarki

Er lavender olía lausnin við lúsmýi?

Tölvutek óskar eftir gjaldþrotaskiptum - Nýtt húsnæði reyndist íþyngjandi

Aukin viftusala rakin til lúsmýs

Vilja flugvöllinn burt og þéttingu byggðar vegna umhverfissjónarmiða

Katrín: „Það mun ekki koma til að hér verði aftur herseta, alla vega ekki á meðan við erum í ríkisstjórn“

Hagsmunasamtök heimilanna hvetja fólk til að sækja rétt sinn - Lánaskilmálar ólögmætir hjá Arion banka

Álitsgerðir vegna þriðja orkupakkans kostuðu 16 milljónir - „Höfum kappkostað að vanda vel til verka“