„búinn að fá mig full­saddan af kostnaði við krónuna“

Ég er búinn að fá mig full­saddan af kostnaði við krónuna og úr­­ræða- og metnaðar­­leysi ís­lenskra stjórn­mála­manna til að takast á við þennan vanda,“ segir Þor­­steinn Víg­lunds­­son, þing­­maður og vara­­for­­maður Við­reisnar. Hann telur mikil­­vægt að staða krónunnar verði rædd opin­­skátt og þau á­hrif sem hún hefur á neyt­endur í landinu.

Þor­steinn var á­samt þeim Rósu Björk Brynjólfs­dóttur, þing­manni Vinstri grænna, og Jóni Gunnars­syni, þing­manni Sjálf­stæðis­flokksins, gestur Kristjáns Kristjáns­sonar á Sprengju­sandi á Bylgjunni.

Dreifð sala í gagnsæju ferli

„Ég sit eigin­lega og furða mig hvernig í ó­sköpunum geta stjórn­mála­menn setið og talað um að við þessu þurfi ekkert að gera, að þetta sé ekkert vanda­mál,“ sagði Þor­steinn enn­fremur þegar hann ræddi um hús­næðis- og neyt­enda­lána­vexti hér á landi. Þeir séu 3-4x hærri enn í ná­granna­löndunum og með því hæsta sem gerðist í hinum vest­ræna heimi. 

Um­ræðan hófst um ný­út­gefna hvít­bók um fjár­mála­kerfið þar sem meðal annars er fjallað um kosti þess að koma hlutum ríkisins í bönkunum í sölu. Bæði Þor­steinn og Rósa voru sam­mála um að mikil­vægt væri að vanda vel til verka með dreifðri sölu á markaði, í gagn­sæju og öruggu ferli. 

Nánar á