Búið hjá wow og indigo - icelandair snýr aftur

Indigo Partners hefur slitið viðræðum sínum við WOW um kaup á stórum hlut í flugfélaginu. Stjórn Icelandair hefur samþykkt að hefja viðræður við WOW um aðkomu að rekstri félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair til Kauphallarinnar. Viðræður WOW og Icelandair fara fram í samráði við stjórnvöld. Stefnt er að því að niðurstöður viðræðna liggi fyrir á mánudag. 
 

Fram kemur í tilkynningu Icelandair að ef af verður mun aðkoman byggja á sjónarmiði samkeppnisréttar um fyrirtæki á fallandi fæti.  Þetta er í annað sinn sem viðræður um sameiningu flugfélaganna fara fram en þau slitu viðræðum í nóvember á síðasta ári. Athygli vekur hversu stuttan tíma félögin ætla sér til að klára viðræðurnar í ljósi þess að viðræður WOW og Indigo höfðu staðið yfir í þrjá og hálfan mánuð.

Fram kemur á vef Stjórnarráðsins að stjórnvöld hafi síðasta árið fylgst með erfiðleikum í alþjóðlegum flugrekstri og samkeppnisstöðu íslenskra flugfélaga í því ljósi. „Eigendur Wow air hafa um nokkurra mánaða skeið leitað leiða til að tryggja rekstur félagsins og hafa átt viðræður við fjárfesta, flugrekendur og aðra haghafa.“

Nánar á

http://www.ruv.is/frett/buid-hja-wow-og-indigo-icelandair-snyr-aftur