Brjóstalausar konur vekja athygli

 

 

Hugsjónamaðurinn Pete Walker stendur fyrir dreifingu á mynd sem fer eins og eldur í sinu um netheima þessa dagana. Myndin er af konum sem glímt hafa við brjóstakrabbamein og misst brjóstin.

Walker mun hafa þurft undanþágu frá facebokk til að myndin yrði ekki bönnuð. Biður hann fólk um allan heim að deila myndinni til merkis um hugrekki en líka kvenleika þeirra sem sitja fyrir.

„Komum réttu skilaboðunum áfram,“ segir Walker.