Brjáluð tilviljun: íris í myndskeiði bernie sanders – „alltaf fundist bernie flottur“

„Mér hefur alltaf fundist Bernie Sanders flottur,“ segir Íris Gunnarsdóttir lyfjafræðingur. Íris kemur fyrir í myndskeiði Demókratans Bernie Sanders sem búið var til í þeim tilgangi að bera saman heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna við heilbrigðiskerfi í öðrum löndum. Fréttablaðið greinir frá þessu og ræddi við Írisi um hvernig það kom til að hún leikur stórt hlutverk í myndbandinu.

„Þetta var brjáluð tilviljun,“ segir Íris sem greinir frá því að eftir að hafa farið í viðtal við Elle þar sem hún ræddi um íslenskt heilbrigðiskerfi og sagði stuttlega álit sitt á því bandaríska. Eftir það hafi fulltrúar Bernie Sanders sett sig í samband við Írisi í gegnum blaðamanninn sem tók viðtalið.

Myndbandið fór svo í birtingu í kvöld. Í samtali við Fréttablaðið kveðst Íris hafa litlar skoðanir á bandarískum stjórnmálum. „En mér hefur alltaf fundist Bernie Sanders flottur,“ segir Íris og bætir við: Og það er bara gott að hann vilji bæta heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum.“

Hér má lesa viðtalið í heild sinni.

Insurance companies, drug companies and Republican leaders continue to spread lies about what it means to have universal health care.

Hear directly from these women around the world about what it\s really like to live in a country where health care is a right: pic.twitter.com/mmFY0Z30df

— Bernie Sanders (@BernieSanders) April 16