Brexit-ráðherrann segir af sér

Áfall fyrir rískisstjórn Theresu May:

Brexit-ráðherrann segir af sér

David Davis, Brexit-ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar, hefur sagt af sér. Þá hafa tveir næstráðendur hans í embætti, Steve Baker og Suella Braverman, einnig sagt af sér. Þetta kemur fram á vef www.ruv.is
 

Þessi ákvörðun er mikið áfall fyrir rískisstjórn Theresu May sem greindi á föstudag frá sýn sinni á samband Bretlands við Evrópusambandið eftir útgönguna á næsta ári. Þessi framtíðarsýn var harðlega gagnrýnd af þeim armi Íhaldsflokksins sem barðist hvað harðast fyrir útgöngu úr sambandinu.

Davis hefur gegnt embættinu frá árinu 2016 og var í forsvari Bretlands í viðræðum við Evrópusambandið um útgöngu. Að sögn AFP fréttastofunnar hefur Davis margoft hótað því að víkja úr embættinu. Honum þykir afstaða stjórnarinnar gagnvart útgöngunni of lin, en út á við hefur hann sýnt forsætisráðherranum May stuðning.

Talið er að staða May í stóli forsætisráðherra batni ekki við þessar fréttir. Þegar er fjöldi flokksfélaga hennar varað hana við því að henni sé ekki mikið lengur sætt í embætti. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir May ekki lengur með umboð til að gegna embætti og hún sé ófær um að stýra Bretlandi úr Evrópusambandinu. Ef hún reyni að halda áfram í embætti sé það ljóst að hún ber eigin hag framar þjóðarhag.

Nýjast