Brexit lendir í árekstri við raunveruleikann

Í viðtali sem ég átti Hannes Pétursson skáld og birtist í Kiljunni töluðum við um það í lokinn að hann fylgdist með fréttum og þjóðfélagsmálum þrátt fyrir háan aldur. Hannes er fæddur 1931. Hannes nefndi sérstaklega Brexit og sagði að „United Kingdom“ væri að leysast upp hægt og bítandi, alveg öfugt við það sem Brexit-menn hugsuðu sér.. Hann sagði að það minnti sig á kvæði eftir Stein Steinarr um breska heimsveldið sem nefnist Imperium Britannicum, en það endar með þessum línum:

„Það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð.“

Allt er í uppnámi vegna Brexit. Theresa May hefur verið skilin eftir með það í fanginu að reyna að gera nothæfan samning, en Brexit-sinnar verða óðir yfir hverri tillögu hennar. Einna spaugilegastur er Dominic Raab sem var ráðherra Brexit þangað til í gær en sagði af sér þegar loks var komið eitthvað sem líktist samningi.

Nánar á

http://eyjan.dv.is/eyjan/2018/11/16/brexit-lendir-arekstri-vid-raunveruleikann-thad-vinnur-aldrei-neinn-sitt-daudastrid/