Brexit einleikur enskra forystumanna

Þegar Evrópubúi talar um England eða Englendinga á hann landfræðilega við Stóra-Bretland og Breta. Það er að segja Englendinga og Skota og Walesbúa og Íra. Þetta er málvenja. 

Enn má til sannsvegar færa hin meinlegu ummæli orðheppins ensks rithöfundar að eina framavon Skotans og Walesbúans og Írans „er þjóðvegurinn til London.“ Brexit áformin sýna og sanna að Skotar og Walesbúar og Írar fylgja meginstraumi bresks þjóðlífs. Það er að segja hinum enska farvegi þess. Brexit áform enskra stjórnmálamanna eru stórfeld stjórnmálamistök. Það er að bera í bakkafullan lækinn að greina meginástæður þess að naumur meirihluti breskra kjósenda kaus í fyrrasumar að Stóra-Bretland skuli ganga úr Evrópusambandinu (ESB). Þarflaust er að greina afleiðingar þessarar útgöngu Breta fyrir Stóra-Bretland og Evrópusambandið. Hún verður skelfileg. Nánar á www.openeurope.org.uk

 

Enskir stjórnmálamenn kusu að Bretar sætu hjá þegar Evrópuþjóðir stofnuðu forvera ESB árið 1957. Ekki Bretar. Þeir bara þögðu. Enskir stjórnmálamenn vilja frekar halda samstarfi ESB ríkja innan ramma hefðbundins milliríkjasamstarfs. Án framsals á ríkisvaldi. Slíkt er ekki í boði. Enskum stjórnmálamönnum mislíkar hið yfirþjóðlega vald sem ESB er fengið. Þetta mat enskra stjórnmálamanna hefur eflst í seinni tíð. Breskir stjórnmálamenn eru á öðru máli. Er þetta sökum þess að Stóra-Bretland er aðeins aukaleikari í samskiptum Donald J. Trump forseta Bandaríkjanna við ESB og alþýðulýðveldið Kína og Rússland? Rétt eins og önnur Evrópuríki. Þess vegna hafa enskir stjórnmálamenn komist að þeirri niðurstöðu að breskum hagsmunum er þrátt fyrir allt betur borgið með því að hafna því að taka þátt í ferli efnhagslegs og pólitísks samstarfs sem ESB ríkin hafa hrint af stað. Nánar á www.bloomberg.com    

 

Þegar öllu er á botninn hvolft hefur ekkert komið eins við Englendinga og hnignun breska heimsveldisins. Áhrifum þess var frestað um nokkur ár. Því þyngri varð skellurinn þegar hann kom. Það er haft fyrir satt að ESB ríkin leggi svo mikið upp úr breskum viðskiptum að þau fagni þáttöku Stóra-Bretlands í ESB. Jafnvel þó sú þátttaka sé takmörkuð. Og með hangandi hendi. Nú virðist sem ensku Brexit áformin sýni að þessi skoðun fái ekki staðist. Þýskaland og Frakkland gefa Englendingum fremur óvægilega í skyn að ESB komist vel af án Stóra-Bretlands. Og án Englendinga. Því miður skilja Þýskaland og Frakkland ekki að Skotar og Walesbúar og Írar vilja áfram vera í ESB. Nánar á www.openeurope.org.uk