Bretar utanborðs esb

Bretar njóta ekki góðs af þessum samningi ef af honum verður.  Stóra-Bretland vill vera utanborðs ESB svo þær 27 þjóðir sem mynda þá ESB samfélagið geta ótrauðar hrint í framkvæmd áformum um Bandaríki ESB Evrópu og um víðtæka stækkun ESB til suðurs og suðausturs og austurs. 

Án þess að Bretar séu þar sá Þrándur í Götu sem þeim er svo gjarnt að vera í Evrópumálum.  Samningar við Rómönsku Ameríku verða líkast til enn á dagskrá ESB eftir útgöngu Breta.  Þetta kann að gerast um eða eftir 2021.

Hvaða atlögur Stóra-Bretland gerir eftir árið 2019 að Evrópusamvinnu og vestrænni samsvinnu er best að láta liggja á milli hluta segja fréttskýrendur í Brussel. 

En líkast til kvarnast áfram úr því áliti sem Bretar hafa löngum notið í samfélagi þjóðanna.

Og Bretum mun ekki líka að vera í hlutverki aukaleikara í því enduruppvakta kalda stríði sem nú er að hefjast á milli Bandaríkjanna og Rússland og Kína.

Bretar komast að þeirri niðurstöðu að hagsmunum þeirra er þrátt fyrir allt betur borgið með því að taka fullan þátt í því ferli efnahagslegs og pólitísks samstarfs sem meginlandsveldin Þýskland og Frakkland og Ítalía og Spánn hrinda af stað. 

[email protected]