Bret­ar verði fá­tæk­ari og áhrifam­inni

Mbl.is fjallar um

Bret­ar verði fá­tæk­ari og áhrifam­inni

Sir John Maj­or, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands á ár­un­um 1990-1997, seg­ir að út­ganga Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu muni leiða til þess að Bret­ar verði fá­tæk­ari og áhrifam­inni í alþjóðasam­fé­lag­inu. Jafn­framt seg­ir hann að blekk­ing­um hafi verið beitt af hálfu þeirra sem börðust fyr­ir út­göngu Breta úr ESB í aðdrag­anda þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar árið 2016 og að þeim sömu verði aldrei fyr­ir­gefið.

Um­mæl­in lét Maj­or falla í fyr­ir­lestri í Lund­ún­um í gær, en hluti af ræðu hans er birt­ur á vef Guar­di­an. „Ég skil vel ástæður þeirra sem kusu með því að ganga úr ESB,“ sagði Maj­or og bætti við að hann vissi af eig­in raun að ESB gæti verið ergj­andi.

Þrátt fyr­ir það hefði sú ákvörðun Breta að ganga úr ESB verið tröllauk­in mis­tök „sem munu rýra bæði Bret­land og Evr­ópu­sam­bandið.“  Maj­or seg­ir að Brex­it muni gera Breta fá­tæk­ari, draga úr ör­yggi þeirra til framtíðar og jafn­vel, til lengri tíma, leiða til þess að Bret­land liðist í sund­ur. Auk þess sé morg­un­ljóst að Brex­it tak­marki tæki­færi ungra Breta.

Nánar á

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/10/17/bretar_verdi_fataekari_og_ahrifaminni/

Nýjast