Brestir og brotalamir

Jerúsalem er höfuðborg Ísraels segir forseti Bandaríkjanna fullviss þess að staðhæfingin er gerð fyrir bandaríska þingið og er því með öllu merkingarlaus.

Það verða engir aðrir en samningamenn Palestínu og Ísraels sem ákveða stöðu borgarinnar í komandi friðarviðræðum.  Loddaraskapur Bandaríkjaþings í þessu máli má ekki villa okkur sýn. Gyðingar og Palestínumenn ákveða þetta.  Ekki Ameríkanar. 

En Donald J. Trump finnst ekkert að því að gabba ríksoddvita í Evrópu til þess að vera til hliðar við kjarna málsins.  Sleppa því að minna á að mergur málsins er sá að engir aðrir en Gyðingar og Palestíumenn semja að lokum um tveggja ríka lausnina og um stöðu Jerúsalem. 

Vandinn er bara sá að báða skortir vilja til þess að semja.  Á þetta hafa Donald J. Trump og ráðherrar hans margoft rekið sig á.   

Varanlegt styrjaldarástand hentar þeim skár en varanlegur friður.

Átökin eru Ísraelsher ábatasöm.  Dollarar og hergögn flæða inn.

Friður aflar Hamas og Al Fatha engra tekna.  Frjáls félagasamtök og íslamskar þjóðir ausa fé í vígasveitir.

Nánar: www.bb.com www.dw.com www.voa.com www.tass.is

[email protected]