Breskir ráð­herrar biðla til þing­manna um að sam­þykkja Brexit

Frettabladid.is með frétt

Breskir ráð­herrar biðla til þing­manna um að sam­þykkja Brexit

Ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, róa nú að því öllum árum að sannfæra þingmenn breska þingsins um að samþykkja Brexit samning ríkisstjórnarinnar en einungis örfáir dagar eru í að atkvæðagreiðsla fari fram um samninginn, eða næstkomandi þriðjudag. 

Þannig hóf forsætisráðherrann daginn á því að rita pistil í dagblaðið Sunday Express þar sem hún hvatti þingmenn til þess að kjósa Brexit samninginn sinn og sagði annað „ófyrirgefanleg svik gegn trausti á lýðræðinu.“ 

Sjá einnig: „Ófyrirgefanleg svik gegn trausti á lýðræðinu okkar“

Á sama tíma er ljóst að stjórnarandstaðan brýnir hnífana en flestir stjórnmálaskýrendur í Bretlandi telja ólíklegt að samningurinn verði samþykktur og undirbýr Verkamannaflokkurinn nú vantrauststillögu á hendur ríkisstjórninni eins fljótt og auðið er verði samningnum hafnað á þriðjudag

Nánar á

https://www.frettabladid.is/frettir/breskir-raherrar-bila-til-ingmanna-um-a-samykkja-brexit

Nýjast