Tíföld áhætta vegna genabreytinga

Tíföld áhætta er fyrir konur með stökkbreytingu í BRCA2 geni á að fá krabbamein, segir Laufey Tryggvadóttir, faraldsfræðingur og líffræðingur og sem er einnig framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins en hún bendir líka á að það séu hundraðföld áhætta fyrir karla á að fá brjóstakrabbamein sem er þó ekki algengt meðal karla. Því sé margt athyglisvert þegar upplýsingar um ákveðin genatengsl eru upplýst öllum almenningi eins og nú sé að gerast. 

Vel yfir 20 þúsund manns hafa skráð sig á vefsíðu Íslenskrar erfðagreiningar til fá úr því skorið hvort þeir eru með genagalla sem eykur líkur á krabbameini. Aðallega eru þetta konur vegna brjóstakrabbameins og krabbameins í eggjastokkum. Hjá körlum er hættan á krabbameini í blöðruhálskirtli mest en þó er annað í dæminu líka. 

Um er að ræða hvort að  einstaklingar hafi stökkbreytt BRCA2 gen.

Laufey var gestur á Þjóðbraut hjá Lindu Blöndal, Hún fór yfir lykilþætti þessarar þróunar en hún bendir einnig á að fjöldi kvenna hafi aldrei fengið krabbamein þrátt fyrir gengagallan sem nú er skoðaður.