Braut rúðu í Alþingishúsinu - Ölvaður uppi á þaki

Braut rúðu í Alþingishúsinu - Ölvaður uppi á þaki

Rúða var brotin í Alþingishúsinu fyrr í dag eða upp úr fjögur. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Ekki er vitað hver var þar að verki.

Þá höfðu lögreglumenn afskipti af drukknum ungum manni sem hafði komið sér fyrir uppi á þaki fjölbýlishúss í Hlíðunum snemma í morgun.

Maðurinn hafði farið út á svalir íbúðar á fjórðu hæð og þaðan út á þakið. Eftir að lögregluþjónar höfðu rætt við hann fór maðurinn aftur inn í íbúðina.

 

Nýjast