Bráðfyndið myndskeið: heimsfrægur uppistandari í vanda við tröllafoss: „íslenskt rrrrrr, eruð þið tilbúin?“

Þetta segir Hannah Gadsby en hún er margverðlaunuð fyrir Nanette, tímamótauppistand sem sló í gegn á Netflix. Hún er stödd hér á landi em Gadsby hefur fyllt viðburðarhallir í Ástralíu, London, Edinborg, New York og Los Angeles og verður í Hörpu á morgun.

Uppistandið má sjá á Netflix en um leið og það var sýnt varð Gadsby stjarna á einni nóttu. Hún hafði áður verið að byggja upp feril sinn í rúman áratug, en Nanette breytti öllu.

Gadsby hefur verið að skoða landið og birti hún stutt myndskeið á Twitter þar sem hún er kappklædd, stödd við Tröllafoss. Þar reynir Gadspy að mynda /r/-hljóð eins og langflestir Íslendingar eiga auðvelt með. Gadspy segir í myndskeiðinu sem sjá má hér fyrir neðan:

„Ég get þetta ekki. Mig langar að segja R á íslensku. Hvernig ferðu að þessu?“

ICELAND! RRRRRRRRR you ready? I’m bringing my new show ‘Douglas’ to the @harpareykjavik on Friday...Jæja? https://t.co/NWrcQGRNdB pic.twitter.com/Gxp4QVrqTF

— Hannah Gadsby (@Hannahgadsby) October 17, 2019