Bráðavandi sökum ytri aðstæðna

Í bréfi frá Oddnýju Steinu Valsdóttur sem hún sendi öllum þingmönnum segir Oddný Steina að laun sauðfjárbænda munu lækka um að minnsta kosti 56% ef fram heldur sem horfir og að nánast öll sauðfjárbú verði rekin með tapi.

Oddný Steina Valsdóttir er formaður Landssambands sauðfjárbænda.

Oddný Steina segir í bréfinu að hér sé á ferð bráðavandi vegna ytri aðstæðna sem séu þær helstar að Rússlandsmarkaður og Noregsmarkaður séu lokaðir íslenskum afurðum og svo sé gengi króunnar hátt.

Þá hefur sauðfjárhluti fríverslunarsamnings alþýðulýðveldisins Kína og Íslands ekki enn tekið gildi þótt þrjú ár séu liðinn frá undirritun samningsins.

Margra mánað viðræður sauðfjárbænda við stjórnvöld hafi skilað litlu.

Oddný Steina telur þar með einsýnt að bændur og þingmenn taki höndum saman og bregðist við þessum bráðavanda án tafar.

 

 

Nánar www.bbl.is/frettir/frettir/laun-saudfjarbaenda-munu-lækka-um-rumlega-50-prosnt-/18119

[email protected]