Pétur jóhann opnar sig um föðurhlutverkið: „þessi er erfið. er ég góður pabbi? [...] getum við tekið smá pásu núna?“

Leikarinn og uppistandarinn Pétur Jóhann Sigfússon, einn allra fyndnasti maður Íslands fer á kostum sem getur Sigmundar Ernis í þættinum Mannamál í kvöld.

Þar svarar Pétur Jóhann hinum ýmsu spurningum. Sigmundur velti því meðal annars fyrir sér hvort Pétri finnist hann vera góður pabbi. Ertu góður pabbi? spur Sigmundur Ernir í lok þáttarins:

„Vó, þessi er erfið. Er ég góður pabbi? Getum við tekið smá pásu núna? Ég held það. Ég reyni það. Getum við tekið smá pásu núna? Ég held að ég sé nú bara svona þverskurður, ég reyni nú alltaf að tækla allt á léttu nótunum og vera sanngjarn. Ég reiðist sjaldan held ég, ég er ekki reiði pabbinn. Vegna þess að sko, það hefur kannski komið fyrir einu sinni tvisvar en þá fara þau bara hlæja og það er mjög fyndið sko,“ segir Pétur og fer að lýsa því hvernig hann reynir að siða börnin sín til.

„Nú tekur þú til í herberginu þínu,“ segir hann í reiðitón en á sama tíma hlæja börnin hans að honum og reynir hann þá að malda í móinn og segja „Nei, nei ég er ekkert að grínast, þetta er ekki hægt að hafa þetta svona,“ segir Pétur og báðir skella þeir upp úr.

„Ég er frekar, myndi ég segja, laus við. Laus í rásinni. Þegar sá stutti heimru heim með vini sína þá er allt smurt ofan í þá eða skilurðu, ég er bara held ég allt of linur. Sem er ekkert endilega góður pabbi, það gæti komið niðrá mér seinna, það á eftir að koma í ljós. En þau klæða sig sjálf og eru samviskusöm og svona. Ég held að því leitinu til sé ég alveg ágætt foreldri.“

Ekki missa af þættinum Mannamál klukkan 20:00 í kvöld á Sjónvarpsstöðinni Hringbraut