Borgarstjórn samþykkti að gera varanlegan regnboga í reykjavík

Borgarstjórn Reykjavíkurborgar samþykkti rétt í þessu tillögu borgarfulltrúa Pírata, Vinstri Grænna, Viðreisnar og Samfylkingar þess efnis að setja varanlegan regnboga á götu miðbæ Reykjavíkur. Ekki hefur verið ákveðið hvaða gata verður fyrir valinu. Samþykktu fulltrúar allra stjórnmálaflokka í borgarstjórn.

Í ræðum sínum minntust nokkrir borgarfulltrúar á að baráttu hinsegins fólks hefði verið löng og ströng. Sagði Gunnlaugur Bragi Björnsson, varaborgarfulltúi Viðreisnar, að Reykjavíkurborg myndi nú komast í hóp þeirra fjölmörgu borga víða um heim sem hefðu komið sér upp varanlegum regnboga.