Borgarritari líkir borgarfulltrúum við „tudda á skólalóð“ og segir nóg komið

Stundin.is greinir frá

Borgarritari líkir borgarfulltrúum við „tudda á skólalóð“ og segir nóg komið

Mynd; Reykjavíkurborg
Mynd; Reykjavíkurborg

Stefán Eiríksson borgarritari birti í dag afar harðort bréf á Facebook-síðu Reykjavíkurborgar sem gríðarlegur fjöldi fólks hefur aðgang að. Þar gagnrýnir hann framgöngu „fáeinna“ borgarfulltrúa undanfarna mánuði og segir þá hafa „ítrekað vænt starfsfólk Reykjavíkurborgar um óheiðarleika og vegið með ýmsum öðrum hætti að starfsheiðri þeirra.“ Hvetur Stefán starfsfólk borgarinnar til að standa saman því það sé „ekki í boði að bregðast ekki við þegar slíkar ómaklegar og óheiðarlegar árásir eru gerðar á starfsfólk Reykjavíkurborgar.“

Stefán nafngreinir engan borgarfulltrúa í bréfi sínu en segir að um fáeina borgarfulltrúa sé að ræða. Augljóst má þó vera að í bréfinu er hann að tala um borgarfulltrúa minnihlutans en það má meðal annars lesa úr eftirfarandi setningu: „Tilraunir annarra borgarfulltrúa, einkum innan meirihlutans en einnig úr röðum heiðarlegs stjórnmálafólks innan minnihlutans, til að reyna að hemja þessa skaðlegu, slæmu og fullkomlega ómaklegu hegðun hinna fáu, hafa takmarkaðan árangur borið.“

Nánar á

https://stundin.is/grein/8508/

 

Nýjast