Bónusgreiðslurnar óskiljanlegar

Hóp lykilstjórnenda Kaupþings, um tuttugu talsins mun bjóðast sam­tals tæp­lega 1,5 milljarðar króna í bón­us ekki seinna en vorið 2018. Bónusgreiðslan tengist því að starfsmönnunum takist að há­marka virði óseldra eigna Kaupþings og þar með end­ur­heimt­ur kröfu­hafa fé­lags­ins.

 DV sagði frá þessari starfskjarastefnu Kaupþings en tillögur um bónusana verða teknar fyrir á aðalfundi Kaupþings í dag eða á morgun.   Starfsmennirnir munu þegar hafi fengið greidd­an bón­us upp á tugi millj­óna þegar Kaupþing kláraði nauðasamn­ing­a um ára­mótin. Auknir bónusar gætu numið 100 millj­ón­um króna í hlut einstaka starfsmanns.

Kaupþing er í höndum kröfuhafa sem eiga 87% í Arion banka auk fjölda annarra eigna. Bankasýsla ríkisins á 13% á móti í Arion gegnum.

El­ín Björg Jóns­dótt­ir, for­maður BSRB segir viðhorf stjórnenda Kaupþings furðulegt og spyr hvort að lykilstarfsmennirnir séu ekki nú þegar að vinna að því að hámarka eignir bankans. Þetta sé einnig það sem augljóslega er ekki samhugur um í samfélaginu og löggjafinn hafi dregið línuna í þessum efnum.

Samkvæmt lögum þurfa fjármálafyrirtæki sem Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með að takmarka kaupauka við 25 prósent af launum viðkomandi starfsmanns. Þessari línu getur Kaupþing farið eftir sé einhver samfélagsleg ábyrgð innan fyrirtæksins, segir Elín Björg á Hringbraut í kvöld og að stjórnmálamenn eigi að láta málið sig varða og bregðast við þessari þróun með einhverjum hætti.