Bölvun brexit

Það dregur til tíðinda í Bretlandi, þar sem fyrir þinginu liggur að fjalla um samningsdrög frú Theresu Mayforsætisráðherra við Evrópusambandið (ESB) um hvernig haga skuli úrgöngu Breta úr sambandinu. Það er nánast sama hvernig fer, úrslitin boða ekki gott.

Þegar frú May kynnti samningsdrögin í fyrri viku voru viðbrögðin mjög fyrirsjáanleg, en vart mátti á milli sjá hvorir væru vonsviknari, aðildarsinnar eða úrsagnarsinnar. Fyrir aðildarsinna er samningurinn miklu lakari en áframhaldandi aðild og fyrir úrsagnarsinna felur samningurinn í sér lítið annað en úrgöngu að nafninu til. Báðir hafa rétt fyrir sér. Mikið vafamál er að þingið samþykki drögin, en nánast allar lyktir aðrar njóta meiri stuðnings – bæði á þingi og meðal þjóðarinnar. Það ætti tæpast að koma á óvart, því nær er að tala um uppgjöf en samninga í þessu viðfangi.

Nánar á

http://www.vb.is/skodun/bolvun-brexit/151265/