Bogi nils hjá jóni g. í kvöld: ánægjulegt að sjá íslenskt flugfélag koma inn á markaðinn

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, er gestur Jóns G. í kvöld og þar fer hann yfir uppgjör þriðja ársfjórðungs hjá félaginu og stóru myndina sem blasir við í samkeppninni í fluginu. Icelandair Group skilaði 7,5 milljarða króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi. Þrátt fyrir það gengur afkomuspá ársins út á tap, annað árið í röð.Bogi Nils segir:

„Það er auðvitað ekki viðunandi að félagið  tapi tvö ár í röð.“

Um samkeppnina við hið nýja flugfélag, Play, segir hann ánægjulegt að sjá íslenskt flugfélag koma inn á markaðinn. „Við keppum núþegar við öllu helstu og bestu flugfélög á Vesturlöndum og þurfum að hafa okkur alla við í þeirri keppni; keppnin við Play bætist einfaldlega við þá keppni.“

Gengi hlutabréfa í Icelandair Group hefur hækkað um 30% á rúmum hálfum mánuði, eða eftir að fréttir bárust um bætur frá Boeing og 7,5 milljarða hagnað á þriðja ársfjórðungi. Eigið fé félagsins er í kringum 60 milljarða kr. en takið eftir að markaðsvirði þess hins vegar um 42 milljarðar.

Viðskipti með Jóni G. er á dagskrá kl. 20:30 í kvöld og svo á tveggja tíma fresti eftir það næsta sólarhringinn. Og auðvitað hvenær sem er á tímaflakkinu næstu tvo sólarhringana - sem og fer þátturinn inn á heimasíðu Hringbrautar eftir hádegi á morgun.