Bogi nils: „hætta á því að þetta skaði orðspor íslands“

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group segir framgöngu Isavia í máli bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation (ALC) sem á flugvél WOW air sem kyrrsett var á Keflavíkurflugvelli geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands. Og þá einnig haft neikvæð áhrif á fjármunakjör Icelandair í framtíðinni. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Í aðfararbeiðni ALC vegna WOW air vélarinnar er Isavia gagnrýnt og sagt ekki hafa haft heimildir til að leyfa WOW a safna tæplega tveggja milljarða króna skuld við Keflavíkurflugvöll. Halda lögmenn ALC því fram að með þessu hafi Isavia skapað sér bótaábyrgð.

Þá telja lögfræðingar ALC hættu á að þetta geti leitt til þess að flugvélaleigusalar muni banna leigutökum sinna véla að beina þeim til Keflavíkur.

Bogi Nils, forstjóri Icelandair Group, segir að þetta geti einnig haft neikvæð áhrif á Icelandair. Bogi segir:

Það er ákveðin hætta á því að þetta skaði orðspor Íslands sem flugrekstarlands og þar á meðal flugfélaga eins og okkar og þetta gæti haft neikvæð á fjármunakjör okkar til framtíðar.“

Nánar er fjallað um málið hér.