Gengi bréfanna upp með sýnilegum árangri

Á meðal þess sem þeir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, og Jón G. ræða í kvöld er gengi hlutabréfa í félaginu. Þrátt fyrir fall síðustu daga er það á svipuðum nótum og var sl. sumar - raunar aðeins hærra. Bogi segir að rekstur félagsins sé langhlaup og að gengi hlutabréfa í félaginu ráðist af árangri í rekstrinum og trú fjárfesta á að stjórnendum félagsins hafi tekist hafi að snúa rekstri félagsins við til hins betra. „Þannig er þetta í skráðum félögum, gengi hlutabréfa ræðst nú mest af afkomu og hugmyndum um framtíðartekjur.“ Eitt af því sem vakti athygli við uppgjörið í síðustu viku er að félagið birti ekki afkomuspá fyrir þetta ár - enda ýmsir óvissuþættir í efnahagslífinu.