Boðar til sam­ráðs um fram­haldið

Th­eresa May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hvet­ur breska þing­menn til þess að „setja eig­in­hags­muni til hliðar“ og „vinna sam­an á upp­byggi­leg­an hátt“ að út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu. Hún fundaði í kvöld með leiðtog­um annarra flokka, en Jeremy Cor­byn formaður Verka­manna­flokks­ins tók ekki þátt í fund­in­um.

Það harm­ar May og seg­ist von­svik­in yfir því að Cor­byn hafi ekki tekið þátt í fund­ar­höld­un­um hingað til, en Cor­byn hef­ur lýst því yfir að til þess að Verka­manna­flokk­ur­inn komi að borðinu þurfi May að úti­loka að Bret­land gangi úr Evr­ópu­sam­band­inu án samn­ings.

Nánar á

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/01/17/bodar_til_samrads_um_framhaldid/