Bleikjuflökunarkeppni í Vatnsfirði

Fiskikóngurinn með þátt sinn Lífið er fiskur á Hringbraut í kvöld:

Bleikjuflökunarkeppni í Vatnsfirði

Það er boðið upp á bleikjuflökunarkeppni í þættinum Lífið er fiskur á Hringbraut í kvöld þar sem fiskikóngurinn Kristján Berg ferðast vestur í Vatnsfjörð og hittir þar fyrir Svenna fiskimann sem hann skorar á hólm.

Þetta eru þættir fullir stemningar og er ekkert sjávarkyns óviðkomandi, enda yfirferðin mikil á Kristjáni sem fer um allt land til að kynnast því hvernig landsmenn handera sjávarfang af öllu tagi.

Í lok þáttarins er farið í heimsókn á veitingastaðinn Krüst í mathöllinni á Hlemmi.

Lífið er fiskur byrjar klukkan 20:30 í kvöld.

 

Nýjast