Blaðamannafundur brexitara dreginn sundur og saman í háði

Það er sagt að uppreisn Brexit-sinna gegn Theresu May hafi mistekist hrapallega. Uppreisnarmenn sem eru meðlimir í hópi sem nefnist European Reseach Group og lúta forystu íhaldsmannsins Jacob Rees-Mogg ætluðu að steypa May af stóli með því að efna í vantraust gegn henni. En nú er staðan sú að forsætisráðherrann hefur styrkt stöðu sína verulega. Hún fékk samúð – sem hefur ekki verið mikið af upp á síðkastið.

Ný skoðanakönnun sem var gerð af YouGov sýnir að 46 prósent kjósenda vilja að May haldi áfram í embætti, í síðustu viku var talan aðeins 33 prósent. Skjótt skipast veður í lofti. Þetta getur auðvitað breyst aftur í þeirri miklu upplausn sem ríkir í breskum stjórnmálum.

Ýmislegt fleira gæti spilað inn í. Það er til dæmis þessi blaðamannafundur European Research Group sem haldinn var í fyrradag. Fundurinn hefur verið dreginn sundur og saman í háði og það er ekki erfitt að sjá hvers vegna, þótt hugsanlega skilji þeir sem þarna sitja fyrir svörum ekki neitt. En háðfuglar fengu útrás á Twitter og hernaðaráætlun Rees-Mogg er tætlum.

Nánar á

http://eyjan.dv.is/eyjan/2018/11/21/bladamannafundur-brexitara-dreginn-sundur-og-saman-hadi/