Bláa lónið í topp 100 hjá time

Bláa Lónið hefur verið valið sem einn af hundrað bestu stöðum heims (world‘s greatest places) 2018  af bandaríska tímaritinu Time magazine.

Í færslu tímaritsins um Lónið segir að eftir efnahagshrunið 2008 hafi Ísland fjárfest duglega í ferðaþjónustu, sem kunni að útskýra stóraukna aðsókn ferðamanna. Bláa Lónið er sagt vinsælasti áfangastaður landsins, og frá því sagt að í 800 ára gömlu hrauninu hafi nú opnað hótel með dýrindis veitingastað, neðanjarðarheilsulind og 62 herbergi, þar af fjórar svítur sem hafi aðgang að einkalónum.

Nánar á

http://www.vb.is/eftirvinnu/blaa-lonid-i-topp-100-hja-time/149254/