Björn valur verður skipstjóri hjá samherja

Björn Valur Gíslason, fyrrverandi alþingismaður Vinstri grænna verður skipstjóri á nýjum togara sem er að hluta í eigu Samherja. Fiskifréttir greina frá þessu. 
 
35 menn verða í áhöfn Emeraude. Það hefur verið við veiðar í Barentshafi undanfarið.
 
Frönsku útgerðarfyrirtækin Euronor og Compagnie de Pêches, sem eru að stórum hluta í eigu Samherja, hafa tekið við nýjum togara. Togarinn, Emeraude, er systurskip Berlin og Cuxhaven sem eru í drift hjá Deutsche Fischfang Union, DFU, sem er 100 prósent í eigu Samherja.
Emeraude leysir af hólmi eldra skip, Grande Hermine.
 
Euronor er í sameiginlegri eigu Samherja og hollenska fyrirtækisins P&P og þessi tvö félög eiga einnig umtalsverðan hlut í  Compagnie des Pêches.