Björn sendir sigmundi tóninn vegna orkupakkans

Deilur magnast nú vegna hins svokallaða 3. orkupakka Evrópusambandsins. Reyndar virðist talsvert af málflutningnum vera heldur haldlítill. Það var til dæmis sýnt í sjónvarpi frá fundi Framsóknarmanna í Reykjavík þar sem þeir mótmæltu orkupakkanum. Af fréttinni sýndist manni að mætti ráða að formaður þessa framsóknarfélags vissi mest lítið hverju hann væri á móti.

En eins og málið er að þróast gæti þetta orðið erfitt fyrir ríkisstjórnina. Hún virðist vera samtaka um að það sé engin ástæða til að samþykkja ekki orkupakkann, en innan allra ríkisstjórnarflokkanna er að finna andstöðu. Hún upphófst innan Sjálfstæðisflokksis, ekki langt frá Davíð Oddssyni – þá annars vegar sem farvegur fyrir andstæðinga EES samningsins og hins vegar sem tilraun til að skapa pólitíska vígstöðu.

Nánar á

http://eyjan.dv.is/eyjan/2018/11/14/bjorn-sendir-sigmundi-toninn-vegna-orkupakkans/