Björn Leví ræðukóngur þingsins

Alþingi farið í sumarleyfi:

Björn Leví ræðukóngur þingsins

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, var ræðukóngur Alþingis á nýafstöðnu þingi. Hann talaði samtals í 1.025 mínútur eða rétt rúma sautján klukkutíma á 148. löggjafarþinginu, en þingfundum var frestað rúmlega hálfeitt í fyrrinótt og kemur Alþingi næst saman vegna hátíðarfundar 18. júlí.
 
Næst mest talaði Helgi Hrafn Gunnarsson og þar á eftir Þorsteinn Víglundsson en engin kona náði á lista yfir þá tíu þingmenn sem töluðu mest.

Morgunblaðið greinir frá þessu í dag. Minnst talaði Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eða í fjörutíu og átta mínútúr. Lengst þeirra þingmanna sem sæti eiga í ríkisstjórn talaði Bjarni Benediktsson, eða í 643 mínútur.

Nýjast