Bjarni vill skera niður framlag til öryrkja og fatlaðra um tæpa 8 milljarða

Breyttar forsendur í efnahagslífi hafa gert það að verkum að ríkisstjórnin telur nú ástæðu til að skera verulega niður og gera breytingar á fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024.

Á vef mbl.is kemur fram að í til­lögu að breyttri fjár­mála­áætl­un fyrir þessi ár er gert ráð fyrir 7,9 millj­örðum minna fram­lagi vegna ör­orku og mál­efna fatlaðs fólks.

Þá verða út­gjöld rík­is­sjóðs um 13 millj­örðum minni árin 2020 til 2024 en fyrri áætl­un gerði ráð fyr­ir. Fjármálaáætlun liggur þó ekki enn fyrir og eru þingmenn orðnir nokkuð þreyttir á að bíða eftir að fá hana tilbúna í hendurnar.

Má gera fastlega ráð fyrir að verði þessi mikli niðurskurður að veruleika, til þeirra sem lægstar tekjur hafa í samfélaginu, verði hann afar umdeildur og fari illa í marga.