Bjarni sleppir ekki Seðlabankanum

Breytingar gerðar á málaflokkum nokkurra ráðherra:

Bjarni sleppir ekki Seðlabankanum

Breytingar hafa verið gerðar á málaflokkum ráðherra frá því sem var á liðnu kjörtímabili. Meðal annars þjóðmenningarmálum sem verða flutt frá forsætisráðherra eftir að Sigmundur Davíð tók þau til sín.

Málefni Seðlabanka Íslands munu með nýrri stjórn færast til forsætisráðuneytisins frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og mun því Bjarni Benediktsson ennþá hafa yfirstjórn mála Seðlabankans.

Þá flytjast málefni Vísinda- og tækniráðs og málefni þjóðmenningar frá forsætisráðuneytinu til mennta- og menningarmálaráðuneytis. Breytingum sem Sigmundur Davíð stóð fyrir á liðnu kjörtímabili um að fá til sín þjóðmenningarmál er því snúið aftur við til fyrra horfs og Kristján Þór fer þá með þau mál.

Einnig færast málefni Þingvallaþjóðgarðs, að undanskildum Þingvallabænum, frá forsætisráðuneytinu til umhverfis- og auðlindaráðuneytis og neytendamál færast til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis frá innanríkisráðuneytinu. Neytendamálaráðherra verður því Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.

Nýjast