Bjarni skrifar bara bréf

Þegar fjármálaráðherrann las fréttir um að stjórnendur margra ríkisfyrirtækja hafa farið ansi frjálslega með ríkispeningana, sjálfum sér til handa, skrifaði hann bréf til að minna á sig og stefnu stjórnvalda. Minna mátti það ekki vera.

Meiri reisn hefði verið að kalla fólkið á kontór ráðherrans og gera því grein fyrir að óhlýðni kosti sitt. Alvarlegar áminningar eða brottrekstur hefði frekar verið við hæfi. En ekki enn eitt auma bréfið. Efast má um alvöru ráðherrans.

Fólk er á móti því háttalagi að laun ofurelítunnar séu hækkuð um tugi prósenta. Ráðherrann á að bregðast harðar við. Sýna skörungsskap. Sem hann á kannski til. Hann hefur reyndar sýnt ákveðni þegar hann vill mala undir þau sem mest eiga.

Hætta er á að viðbrögð ráðherrans verði ekki tekin alvarlega. Ráðafólk ríkisfyrirtækja mun hugsanlega lesa bréf ráðherrans. Svara síðar með einhverri hundalókík og svo verður komið sumar og allt verður gleymt.

Er það kannski plan ráðherrans ofurríka?

Nánar á www.midjan.is