Bjarni hraunar yfir fólk sem hugsar í „lækum“: „skítt að kon­ur standi ekki bet­ur við bakið á öðrum kon­um“

„Það er svo sem ekki hægt að gera stór­ar kröf­ur til fólks sem hugs­ar í lækum.“ Þetta segir Bjarni Helgason sem gagnrýnir harðlega fólk sem kallar eftir jafnrétti þegar kemur að umfjöllun um kvenna og karlabolta en mætir síðan sjálft aldrei á völlinn. Þá furðar hann sig á að konur styðji ekki betur við bakið á kvennaliðinu.

Bjarni bendir á að af 25.000 iðkendum sé rúmlega 8.000 kvenkyns og fjölgi hratt. Á sama tíma sé uppselt hjá karlaliðinu séu um 2000 mans að mæta þegar kvennaliðið spilar. Bjarni segir:

„Það erí tísku í dag að móðgast fyr­ir hönd annarra en ég fyr­ir mitt litla leyti fæ bara ekki skilið af hverju það mæta rúm­lega 2.000 manns á lands­leik á virk­um degi í frá­bæru veðri. Þegar HM-kvenna fór fram í sum­ar keppt­ist fólk við að hrósa öfl­ug­um og lit­rík­um knatt­spyrnu­kon­um og drulla yfir grút­lina og per­sónu­lausa knatt­spyrnu­menn á sama tíma.“

Þá bætir Bjarni við að ekki sé hægt að gera stórar kröfur til fólks sem hugsi í lækum og telur Bjarni marga sem hafi tekið þátt í þeim umræðum séu hræsnarar. Bjarni segir að lokum:

„Það veld­ur mér hins veg­ar von­brigðum að fólk sem hef­ur kallað eft­ir jafn­rétti í knatt­spyrnu­hreyf­ing­unni hérna heima geti ekki drullað sér á völl­inn. Þá finnst mér skítt, með fullri virðingu fyr­ir bæði kon­um og körl­um, að kon­ur standi ekki bet­ur við bakið á öðrum kon­um með því að mæta með unga knatt­spyrnuiðkend­ur sína á leiki hjá kvenna­landsliðinu.“