Bjarni eyjólfur er látinn

Bjarni Eyj­ólf­ur Guðleifs­son fædd­ist 21. júní 1942 í Reykja­vík. Hann lést á Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri 7. sept­em­ber 2019.  Bjarni var af­kasta­mik­ill fræðimaður, rit­höf­und­ur, fjall­göngumaður og ótal margt fleira. Eft­ir Bjarna ligg­ur fjöld­inn all­ur af vís­inda­grein­um, bókarköflum og fræðileg­um grein­um auk al­mennra greina og pistla sem birst hafa í ýms­um tíma­rit­um. Hann rit­stýrði bæði bók­um og tíma­rit­um og má þar t.d. nefna Heima­slóð, ár­bók hrepp­anna í Möðru­vallak­laust­ur­sprestakalli. Greint er frá andláti Bjarna í Morgunblaðinu.

\"\"Bjarni kvænt­ist eft­ir­lif­andi eig­in­konu sinni Pálínu Sig­ríði Jó­hann­es­dótt­ur hinn 27. des­em­ber 1972 og eignuðust þau fjögur börn.

Bjarni ólst upp í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur, gekk í Melaskóla og síðar Mennta­skól­ann í Reykja­vík. Hann flutt­ist um tví­tugt til Nor­egs þar sem hann var við nám í níu ár. Þaðan lauk hann kandí­dats- og doktors­prófi frá jarðrækt­ar­deild Land­búnaðar­há­skól­ans á Ási og flutt­ist að námi loknu norður í land til starfa við Til­rauna­stöð RALA á Ak­ur­eyri en sú starf­semi flutt­ist síðar að Möðru­völl­um í Hörgár­dal. Hann starfaði lengst af sem nátt­úru­fræðing­ur við Rann­sókna­stofn­un land­búnaðar­ins og síðar sem pró­fess­or við Land­búnaðar­há­skóla Íslands.

All­an sinn starfs­fer­il var hann bú­sett­ur á Möðru­völl­um í Hörgár­dal og vann að rann­sókn­um á sviði land­búnaðar.

Rann­sókn­ar­svið hans sneri að sjúk­dóm­um og þoli plantna en einnig fékkst hann við rann­sókn­ir á smá­dýr­um. Eft­ir Bjarna ligg­ur fjöld­inn all­ur af vís­inda­grein­um, bókarköflum og fræðileg­um grein­um auk al­mennra greina og pistla sem birst hafa í ýms­um tíma­rit­um. Hann rit­stýrði bæði bók­um og tíma­rit­um og má þar t.d. nefna Heima­slóð, ár­bók hrepp­anna í Möðru­vallak­laust­ur­sprestakalli.

Bjarni var mik­ill fjall­göngu- og úti­vist­armaður og skil­ur eft­ir sig ófá spor á há­lendi Íslands, einkum á Tröllaskaga. Hann ritaði bæk­ur um nátt­úru­skoðun og gaf auk þess út, bæði í formi bóka og korta, göngu­lýs­ing­ar um fjall­lendi á Íslandi. Hann var virk­ur fé­lagi í starfi KFUM&K; og Gideonmanna alla sína tíð.

Hann stofnaði og stýrði Ferðafé­lag­inu Hörgi til margra ára og kom að upp­bygg­ingu Fólkvangs­ins á Hrauni í Öxna­dal. Auk þessa gegndi hann marg­vís­leg­um trúnaðar­störf­um í ýms­um fé­laga­sam­tök­um og stjórn­um, og var hvatamaður fjölda viðburða í heima­sveit sinni, Hörgár­sveit.

Útför Bjarna Eyj­ólfs fer fram í dag, 16. sept­em­ber 2019, á Degi ís­lenskr­ar nátt­úru, frá Möðru­vallak­laust­urs­kirkju í Hörgár­dal og hefst at­höfn­in klukk­an 13.30.