Bjarni dagur sáttur við lífið

Bjarni Dagur Jónsson er meðal viðmælenda Sigurðar K. Kolbeinssonar þáttastjórnanda í þættinum Lífið er lag sem er á dagskrá Hringbrautar klukkan 20:30 í kvöld. Í þættinum er fjallað um stöðu, hagsmuni og framtíðarsýn eldri borgara á Íslandi, en þættirnir eru m.a. unnir í samstarfi við Félag eldri borgara.

Bjarni Dagur hefur komið víða við á langri lífsgöngu og segist sáttur við lífið í dag eftir að starfsævinni er lokið að mestu.

Auk viðtals við Bjarna Dag verður rætt við Svanlaugu Guðnadóttur forstöðumann hjúkrunar í tengslum við opnun nýs hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi í vikunni.

\"\"

Þá verður fjallað um skattatillögur Ríkisstjórnarinnar og þýðingu þeirra fyrir eldri borgara og loks verður rætt við Gísla Jafetsson framkvæmdastjóra FEB um útkomu Afsláttarbókar FEB í vikunni. Bókin er gefin út með nýstárlegu sniði og mun fleiri fyrirtæki en áður veita afslætti og hærri ef eitthvað er.